Stjörnuskoðunarfélagið á Safnanótt á föstudagskvöld

Frá klukkan 19:00 til 23:00 föstudagskvöldið 8. febrúar mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness fræða gesti og gangandi um stjörnufræði í Víkinni — Sjóminjasafninu í Reykjavík að Grandagarði 8. Tilefnið er Safnanótt sem fram fer þetta kvöld en hún er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík

Ef veður leyfir verður boðið upp á stjörnuskoðun utandyra.

Við minnum einnig á fræðsluerindi um örnefni í sólkerfinu sem haldið verður daginn eftir, laugardaginn 9. febrúar klukkan 13:15 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands (sjá tilkynningu). Þangað eru allir hjartanlega velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband