Fimmtudaginn 14. febrúar heldur bandaríski stjörnufræðingurinn Jeffrey Bennett fyrirlestur sem hann nefnir Leitin að lífi í alheimi. Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 (einnig kölluð Bellatrix) í Háskólanum í Reykjavík og hefst klukkan 17:15. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Ágrip: Er líf á öðrum hnöttum? Í fyrirlestri sínum fjallar stjörnufræðingurinn og rithöfundurinn Jeffrey Bennett um þessa spurningu og hvers vegna hún er orðin að vinsælu rannsóknarefni, sem og hvernig vísindamenn leita að bæði örveru- og vitsmunalífi í geimnum. Rætt er um hvers vegna möguleikinn á lífi utan jarðar hefur djúpstæðar afleiðingar í för með sér fyrir framtíð mannkyns, jafnvel þótt svo ólíklega vilji til að við séum ein í alheiminum. Fyrirlesturinn er byggður á nýlegri bók Bennetts, Beyond UFOs sem kom út á vegum Princeton University Press árið 2011 og hlotið hefur lof gagnrýnenda.
Jeffrey Bennett lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Colorado háskóla í Bandarikjunum. Hann hefur mikla reynslu af rannsóknum og kennslu á öllum skólastigum, auk þess sem hann starfaði í tvö ár sem vísindamaður hjá NASA og hafði umsjón með þróun á Voyage sólkerfislíkaninu í National Mall í Washington, DC. Bennett er aðalhöfundur kennslubóka á háskólastigi í stjörnufræði, stjörnulíffræði, stærðfræði og tölfræði en bækurnar hafa selst í meira en milljón eintökum. Bækur Bennetts fyrir almenning, Beyond UFOs og Math for Life (2012) hafa fengið mjög góðar viðtökur. Að auki hefur Bennett skrifað nokkrar barnabækur. Heimasíða hans er www.jeffreybennett.com
Viðburður: Fyrirlestur um leitin að lífi í alheimi
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, stofa M101 (Bellatrix)
Hvenær: Fimmtudagurinn 14. febrúar kl. 17:15
Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness föstudagskvöldið 15. febrúar
Milli kl. 20-22 föstudagskvöldið 15. febrúar verður opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Ef veður leyfir verður boðið upp á stjörnuskoðun en fólk getur a.m.k. komið með sjónauka og lært betur á þá og fengið fræðslu um stjörnuskoðun.
Inngangurinn á suðurhlið Valhúsaskóla sem snýr út að knattspyrnuvellinum.
Allir velkomnir!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.