Fróðleikur um það sem sést á myndinni

Við birtum blogg um þessar stórkostlegu myndir í gær. Þar er útskýrt hvað sést á myndinni. Leyfi mér að birta það aftur hér:

Hér er hún! Þessi stórkostlega mynd sem Cassini tók af okkur föstudagskvöldið 19. júlí síðastliðinn. Fjölmargir tóku þátt í að vinka Satúrnusi um allan heim. Hvað varst þú að gera þegar myndin var tekin?

7696_18344_1.jpg

Þetta er fyrsta litmyndin sem tekin hefur verið af Jörðinni og tunglinu frá Satúrnusi. Jörðin og tunglið eru lítil og fjarlæg, meira en 1,4 milljarða km í burtu á þessu augnabliki. Jörðin er fölblá en tunglið ljóst séð milli hringa Satúrnusar.

Þysjum inn að fölbláa punktinum og sjáum þetta:

7695_18347_1.jpg

Myndin er í náttúrulegum litum og hefur aðeins verið lýst örlítið til að draga fram daufustu hringana. Nokkurn vegin svona sæir þú þetta með eigin augum.

Myndin er aðeins ein af 33 sem munu sýna alla reikistjörnuna og hringakerfið. Hún verður birt eftir nokkrar vikur þegar búið er að setja hana saman.

Hver mynd var tekin í gegnum mismunandi litsíur. Í heild voru 323 myndir teknar, sumar í vísindalegum tilgangi en aðrar til að ná náttúrulegum litmyndum.

Á myndinni sést næturhlið Satúrnusar, björt dagsbrúnin, meginhringarnir, F-hringurinn (bjarta þétta rákin undir meginhringum) og G- (mjóa rákin fyrir ofan Jörðina) og E-hringarnir (dreifi hringurinn neðst).

E-hringinn má rekja til tunglsins Enkeladusar sem spýr vatni í miklum köldum goshverum út í geiminn.

Á stöku stað sést hvar birta jaðarins minnkar. Það er vegna skuggans sem hringarnir varpa á reikistjörnuna.

Vá!

Myndir: NASA/JPL/Space Science Systems

- Sævar Helgi Bragason


mbl.is Svona lítur jörðin út frá Satúrnusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband