16.9.2013 | 12:29
Geimurinn.is - Krakkavefur Stjörnufræðivefisins
Í lok ágúst opnuðum við nýjan krakkavænan Stjörnufræðivef, Geimurinn.is! Mikil vinna liggur að baki vefnum og vonum við að hann muni reynast gagnlegur.
Á vefnum er mikill fróðleikur um stjörnuhiminninn, stjörnuskoðun, sólkerfið okkar og alheiminn. Í greinunum er leitast við að útskýra hvernig við vitum það sem við vitum í stað þess að þylja aðeins upp staðreyndir.
Í hverri viku birtast svo ein til tvær fréttir af nýjustu niðurstöðum stjarnvísindamanna.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, opnaði vefinn á sama tíma og við gáfum öllum leik- og grunnskólum á Íslandi góða gjöf Jarðarbolta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.