1.10.2013 | 16:01
Þættir um kapphlaupið til tunglsins á Rás 1 í vetur
Í vetur verður undirritaður með þætti á Rás 1 sem heita Kapphlaupið til tunglsins.
Þetta er viðfangsefni sem ég hef mikla ástríðu fyrir. Ég dýrka tunglferðirnar. Þær voru merkilegustu atburðir mannkynssögunnar. Við erum fyrsta tegundin í 4600 milljón ára sögu Jarðar sem yfirgaf heimili sitt fyrir fullt og allt en tókst að snúa heim aftur, heilu og höldnu. Um allan heim segir fólk alltaf við, mannkynið, fórum til tunglsins! Hvaða annar atburður í mannkynssögunni kallar fram slíka einingu?
Sagan á bak við tunglferðirnar eru margar hverjar stórskemmtilegar. Sumar eru fyndnar, aðrar sorglegar og ævintýralegar. Í þáttunum ætla ég að segja sögur af mönnunum sem ferðuðust út í geiminn og hvað við lærðum.
Fyrsti þátturinn verður fluttur á sunnudaginn 6. október eftir kvöldfréttir (kl. 18:17). Þeir eru síðan endurfluttir á mánudögum kl. 16:05.
Hvet alla til að hlusta!
Vilt þú styrkja Stjörnufræðivefinn?
Stundum spyr fólk okkur hvernig það geti stutt okkur. Það er auðvitað dýrt að reka vefina okkar en ef svo ólíklega vill til að einhver vill styðja okkur er það hægt með ýmsum hætti:
- Hægt er að leggja inn á reikninginn okkar: Kt.: 590411-0780 Reiknr.: 137-26-100574
- Hægt er að kaupa af okkur Jarðarbolta (2000 kr + póstkostnaður sem er 155 kr)
- Hægt er að kaupa bókina Viltu vita meira um himingeiminn
Takk kærlega fyrir stuðninginn!
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sævar
Ég hlustaði í gær og þetta var Stórkostlegt ! Sendi póst á alla í SFV og hvatti þá til að hlusta ... Karl Gauti
Karl Gauti Hjaltason, 7.10.2013 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.