Stjörnufræðivefurinn á ferð og flugi

Undanfarna viku hafa fulltrúar Stjörnufræðivefsins tekið þátt í vinnusmiðju um miðlun stjarnvísinda til kennara, leikskólabarna pg grunnskólabarna á yngsta stigi. Smiðjan er haldin á vegum Universe Awareness verkefnisins í Haus der Astronomie í Heidelberg í Þýskalandi.

Um það bil 60 kennarar, stjörnufræðingar og aðrir fræðslufulltrúar frá sex heimsálfum tóku þátt í vinnusmiðjunni. Við höfum lært óskaplega margt og vonandi náð að kenna öðrum eitthvað líka. Best er þó að hitta allt fólkið frá ólíkum löndum. Reynslan af þessu mun vonandi sjást í starfi okkar í framtíðinni.

Hér undir eru nokkrar myndir frá vinnusmiðjunni.

img_0651.jpg

Kastalinn í Heidelberg. Elsti hluti hans var reistur á 13. öld. 

img_0818.jpg

Haus der Astronomie, Hús stjörnufræðinnar, þar sem vinnusmiðjan fór fram. Haus der Astronomie er miðstöð vísindamiðlunar og fræðslu. Húsið er í laginu eins og vetrarbrautin Messier 51 en í miðjunni er glæsilegt stjörnuver (e. planetarium) sem einnig er fyrirlestrasalur. Ef húsið ætti að vera í sömu hlutföllum og vetrarbrautin, væri hæð þess aðeins 1 metri! 

img_0819.jpg

Allar heimsálfurnar nema Suðurskautslandið áttu fulltrúa á vinnusmiðju UNAWE í Þýskalandi.

img_0833.jpg

Í einum armi vetrarbrautarhússins

img_0656.jpg

Í Haus der Astronomie er leikherbergi. Þarna er yngstu börnunum kennt um sólina, Jörðina, tunglið og margt fleira.

img_0835.jpg

Ég dýrka þessa hnetti! Tunglið og Mars

img_0790.jpg

Sævar Helgi Bragason þreifar á tunglinu. Þetta líkan er prentað í þrívíddarprentara og er ætlað til að fræða blint fólk.

img_0794.jpg

Nærmynd af þrívíddarlíkaninu af tunglinu, sem ætlað er fyrir blinda. 

img_0816.jpg

Sverrir Guðmundsson þreifar á þrívíddarprentuðu líkani af stjörnumerkjunum á næturhimninum. Þetta líkan er frá Spáni þar sem það hefur verið notað í stjörnuverssýningar fyrir blint fólk.

img_0821.jpg

Við Haus der Astronomie er Max Planck stofnunin í stjörnufræði. Við hana eru tveir stjörnuturnar.

img_0822.jpg

Í öðrum turninum er 70 cm breiður sjónauki.

img_0825.jpg

Í hinum er 50 cm breiður sjónauki.

- Sævar Helgi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband