5.11.2013 | 11:17
Mangalyaan á leið til Mars
Þetta er stór og mikilvægur áfangi fyrir geimáætlanir Indverja. Ef allt gengur upp bætist Indland nú hóp NASA, ESA, Japans og Rússlands sem sent hafa geimför til Mars.
Mangalyaan geimfarinu, eins og það er kallað, er fyrst og fremst ætlað að svara þeirri spurningu hvort Indverjar búi yfir tækninni til að koma geimfari til Mars. Um borð eru nokkur mælitæki sem gera eiga athuganir á jarðfræði yfirborðsins og kanna lofthjúpinn.
Ferðalagið til Mars mun taka um tíu mánuði eða svo. Í september eða október 2014 fer geimfarið á mjög sporöskjulaga pólbraut um Mars. Minnst verður hæðin 377 km en mest 80.000 km. Til samanburðar er Deimos, ytra tungl Mars, í 20.000 km hæð yfir Mars.
Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um Mangalyaan geimfar Indverja.
Hér er einnig örlítið um kostnaðinn við þennan leiðangur.
- Sævar Helgi
Indversk geimflaug á leið til Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.