Meiri fróðleikur um Gaia

Þetta er stór dagur fyrir Geimvísindastofnun Evrópu. Gaia geimsjónaukinn hefur verið í undirbúningi í 13 ár og er listasmíð enda þurfa mælingar hans að vera fyrsta flokks.

Sjónaukinn mun skanna himinninn og skrásetja um einn milljarð stjarna og annarra stjarnfræðilegra fyrirbæra. Hann á að mæla hliðrun stjarnanna og þannig finna út fjarlægðir þeirra, en einnig veita okkur lykilupplýsingar um hitastig stjarna, stærðir, massa og efnasamsetningu þeirra. 

Á Stjörnufræðivefnum er að sjálfsögðu mikill fróðleikur um þennan merkilega sjónauka.

Einnig spjallaði undirritaður í dag við stjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás 2 um sjónaukann.

- Sævar Helgi


mbl.is Gaia kortleggur geiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki leikurinn m.a. gerður til að leita að lífi í geimnum?

https://www.facebook.com/pages/SETIhome/16063264533?ref=ts&fref=ts

Jón Þórhallsson, 20.12.2013 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband