Loftmynd af Tunglgyðjunni og Kanínunni

Kínverski tunglkanninn Chang’e 3 lenti á Regnhafinu þann 14. desember síðastliðinn. Skömmu eftir lendingu ók lítill jeppi, sem er með í för og kallast Yutu eða Kanínan, af lendingarfarinu og hóf að rannsaka áður ókannaða tegund af hrauni á yfirborði tunglsins.

Á Jólanótt flaug Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) geimfar NASA yfir lendingarstaðinn. Geimfarið var í um 150 km hæð þegar það tók þessa mynd af Chang’e 3 og Yutu.

chang_e3_fi_opening.png

Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University

before8516r_after2775r_enhance.gif

Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University

Chang’e 3 lenti um 60 metrum austan við barm 450 metra breiðs og 40 metra djúps árekstragígs. Í gegnum lendingarsvæðið liggur líka 100 km langur og 10 km breiður hryggur.

bcgdydecmaiczpl_jpg-large.jpg

Yutu á tunglinu

Myndin frá LRO er ekki í jafn mikilli upplausn og myndir geimfarsins af lendingarsvæðum Apollo leiðangranna. Ástæðan er sú að eftir að meginleiðangri geimfarsins lauk var brautin hækkuð upp í 150 km til að lengja líftíma þess um tunglið.

Í þessari hæð verður geimfarið fyrir minni áhrifum frá „þéttingum“, staði þar sem þyngdartog tunglsins er óvenju sterkt. Í þessari hæð nær geimfarið ekki hálfs metra upplausn líkt og áður. Myndin sem hér sést er með um eins og hálfs metra upplausn. Jeppinn svo stór en kemur vel fram á myndinni vegna sólarrafhlaða hans sem gera hann bjartari.

Til samanburðar sést hér mynd frá LRO af lendingarstað tunglferjunnar Orion í leiðangri Apollo 16, fimmtu mönnuðu tunglferðinni, á Descartes hálendinu og fótspor John Young og Charlie Duke rúmum 40 árum síðar. Að sjálfsögðu verður fjallað um leiðangurinn í Kapphlaupinu til tunglsins þegar þar að kemur.

m175179080l_with_inset25cm.png

LRV er tunglbíllinn sem hér sést ásamt leiðangursstjóranum John Young.

1011px-apollo_16_lm_orion.jpg

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband