21.5.2014 | 22:38
Hjálpaðu okkur að færa börnum alheiminn inn í skólastofuna
Eitt helsta markmið okkar og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness er að efla áhuga barna á stjarnvísindum. Það höfum við til dæmis gert með því að taka þátt í að gefa öllum skólum á Íslandi sjónauka og Jarðarbolta (þú getur keypt Jarðarbolta og verkefnabók hjá okkur til að styrkja vefinn).
Fyrir skömmu hóf alþjóðlega menntaverkefnið Universe Awareness (UNAWE) (sem við erum hluti af) söfnun til að færa skólum víða um heim, einkum á stöðum þar sem börn eiga undir högg að sækja, kassa með kennslubúnaði fyrir stjörnufræðikennslu.
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur styrkt þetta frábæra verkefni um 1000 evrur.
Safna þarf 15 000 evrum til að verkefnið verði að veruleika.
Við óskum nú eftir hjálp ykkar til að færa börnum víða um heim (líka á Íslandi) Alheim í kassa.
Heimsæktu https://www.kickstarter.com/projects/unawe/universe-in-a-box og styrktu verkefnið um einhverja af eftirfarandi upphæðum:
- 25 evrur - Styrkjendur fá Jarðarbolta
- 50 evrur - Styrkjendur fá Jarðarbolta og verkefnabók og barnabók um geimveru sem heimsækir jörðina
- 100 evrur - Styrkjendur fá Universe in a Box. Tilvalið að gefa einhverjum áhugasömum börnum eða einhverjum skóla eða leikskóla á Ísland!
- 120 evrur - Styrkjendur fá Universe in a Box. Tilvalið að gefa einhverjum áhugasömum börnum eða einhverjum skóla eða leikskóla á Ísland!
- 165 evrur - Styrkjendur fá Universe in a Box, Jarðarbolta og verkefnabók og barnabókina.
Vinsamlegast látið okkur vita ef þið ákveðið að styrkja verkefnið um 100 evrur eða meira! Það er til þess að við getum haldið utan um þá skóla sem fá alheiminn í kassa.
Heimsæktu https://www.kickstarter.com/projects/unawe/universe-in-a-box og styrktu verkefnið!
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það þarf helst að tengja alla stjörnuskoðun við leitina að lífinu í geimnum;
VONINA um að finna eitthvert háþroskað líf en ekki bara að stara á einhverja líflausa loftsteina;
það þarf að vera einhver "gulrót".
Gætuð þið ekki komið þessum þætti yfir á íslenskt talmál fyrir æskuna.
=Einföld og sniðug framsetning:
https://www.youtube.com/watch?v=EszGIvRdgTE&feature=player_embedded
Jón Þórhallson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.