Bloggað um stjörnufræði og stjörnuskoðun

Á þessari bloggsíðu munum við fjalla um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Við erum þrír vinir sem standa að Stjörnufræðivefnum (http://www.stjornuskodun.is) sem er alfræðivefur um stjörnuskoðun og stjörnufræði. Á vefnum okkar er að finna heilmikið af upplýsingum um allar reikistjörnur sólkerfisins, geimferðir, stjörnur og vetrarbrautir og Miklahvell svo fátt eitt sé nefnt. Á Stjörnufræðivefnum er auk þess heilmikið af gagnlegum upplýsingum stjörnusjónauka, svo sem hvernig best sé að bera sig að við val á slíkum búnaði, notkun hans, nauðsynlegum fylgihlutum og upplýsingar um fyrirbæri sem áhugavert er að skoða. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sælir félagar.

Ég hlakka til að lesa blogg ykkar hér um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Efast ekki um að hér mun birtast mikill og skemmtilegur fróðleikur.

Ein smá ábending: Hvernig væri að hafa smámyndina sem birtist í bloggyfirlitinu aðein meira grípandi en myndin af þremenningunum sem nú er.  Eitthvað í líkingu við myndina hér fyrir neðan sem valdi af handahófi.  Myndin af Carl Sagan o.fl. (er þetta ekki hann fyrir miðju?) er góð, en nýtur sín illa sem smámynd.

M51

Bestu kveðjur

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2007 kl. 08:08

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir ábendinguna Ágúst. Þetta er alveg rétt hjá þér. Við pússum þetta upp á næstunni.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 19.5.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Gaman !

Skafti Elíasson, 19.5.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband