Gammablossar skoðaðir

Í dag hélt Níels Karlsson meistaraprófsfyrirlestur í stjarneðlisfræði. Hann fjallaði um notkun gammablossa til að ákvarða heimslíkanið okkar.2006-0803grbs

Þegar við tölum um heimslíkanið okkar, þá er verið að meina hvernig alheimurinn, sem við búum í, hefur þróast gegnum tíðina og hvernig hann mun koma til með að þróast í framtíðinni. Gammablossar, þessir orkumestu atburðir í alheiminum gætu þannig varpað ljósi á hvernig útþensla alheimsins hefur hegðað sér í fortíðinni.

Gammablossar myndast þegar mjög massamikil stjarna fellur saman í svarthol. Á myndinni sést tölvugerð listamannsmynd af gammablossa sem spýtast ávallt út í strókum eftir snúningsásum svartholsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband