Enn eitt meistaraverkið frá Hubblessjónaukanum

Vá! Hubblessjónaukinn hefur sent frá sér enn eitt meistaraverkið; stórkostleg mynd af þyrilvetrarbrautinni M81.

m81_hst

Þú getur smellt á myndina til þess að skoða hana í fullum skrúða.

M81 er þyrilvetrarbraut í 11,6 milljón ljósára fjarlægð. Við erum sem sagt að sjá hana eins og hún leit út fyrir 11,6 milljónum ára, löngu áður en menn komu til sögunnar á jörðinni. Á myndinni sést þyrillögunin mjög vel. Þyrilarmarnir innihalda bjartar, ungar og heitar stjörnur og gas- og rykský sem er hráefnið í nýjar stjörnur, ný sólkerfi og nýtt líf. Myndin frá Hubblessjónaukanum er í svo góðri upplausn að greina má stakar stjörnur í vetrarbrautinni, lausþyrpingar og kúluþyrpingar. Þetta risastóri stjörnuskari inniheldur yfir 100 milljarða stjarna. Mjög auðvelt er að greina þessa vetrarbraut með litlum stjörnusjónauka en hún tilheyrir merki Stórabjörns.

Skyldi einhver þarna vera að horfa yfir til Vetrarbrautarinnar okkar og velta fyrir sér hvort þar sé líf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegar myndir. Ég bendi á skemmtilegt og fræðandi lesefni um M81 og þessar nýju myndir hér.

http://www.cfa.harvard.edu/press/2007/pr200716.html

Tryggvi Kristmar (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flottar myndir! og spennandi Já þau eru mögnuð þessi geimvísindi og alheimurinn. Svo er til fólk sem er svo þröngsýnt að það sér varla fram fyrir nefið á sér Hvernig er það hægt þegar alheimurinn er svona spennandi?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.6.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband