4.6.2007 | 15:22
Sundlaugajörð
Tvö tímabil í jarðsögunni eru kölluð Snjóboltajörðin, fyrst fyrir um 2.5 milljörðum ára og síðan fyrir 800 til 600 milljón árum síðan. Þá var nær öll jörðin þakin ís til lengri tíma. Hinar "seinni tíma" ísaldir sem flestir kannast við eru aðeins smá kuldahrollar í samanburði við snjóboltajörðina. Þá, og á ísöldunum, var vandamálið einmitt þveröfugt við núverandi hlýnun. Þá náðist varminn ekki að festa sig á jörðinni því hvítur ísinn endurspeglaði nær allri sólarorkunni út í geim. Meiri ís þýddi minni varmi sem þýddi enn meiri ís. Núna eigum við í höggi við þveröfugan vítahring: Minni ís = minni endurspeglun = meiri varmi = enn minni ís. Mennirnir eru að grafa sína eigin gröf. Ég legg til að framtíðarástand jarðarinnar verði kallað sundlaugajörðin (sbr. snjóboltajörðin).
Ég vil einnig vara fólk við fréttum sem gera lítið úr vandamálinu. Vísindamenn eru allir sammála um að loftlagsbreytingarnar eru raunverulegt og mjög alvarlegt vandamál. Sumir fjölmiðlar virðast hins vegar ná að draga úr trúverðugleika þeirra (sérstaklega í BNA). Hverjum ætlum við að treysta betur fyrir að lýsa ástandi jarðarinnar: blaðamönnum eða vísindamönnum?
Bráðnun íss hraðar áhrifum hlýnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
"Vísindamenn eru allir sammála um að loftlagsbreytingarnar eru raunverulegt og mjög alvarlegt vandamál."
Ertu ekki að djóka?
Stór meirihluti fjölmiðla eru að fjalla mjög einhliða um gróðurhúsaráhrifin eins og það sé heilagur sannleikur. Og já þeim er ekki treystandi vegna þess að þeir fylgja þessu í blindi vegna þess að æsifréttir seljast mest. Það eru þúsundir vísindamanna um allan heim sem trúa ekki gróðurhúsarkenningunni, hinsvegar fá þeir mjög litla athygli vegna þess að hagsmunir fjölmiðla og yfirvalda eru aðrir. Þeir vísindamenn sem spá hörmungum (af mannavöldum) eru margfalt líklegri til þess að fá styrki, athygli fjölmiðla eða að tjá sig á mikilvægum fundum eins og t.d. hjá Sameinuðu Þjóðunum. Ég veit ekki hvaða fjölmiðlum þú ert að fylgjast með, persónulega finnst mér við vera að kafna í rétthugsun og það hefur nú verið þannig í allavega nokkur ár.
Og já það er enginn að draga í efa breytingarnar, bara skiptar skoðanir um hvað það sé sem veldur þeim.
Geiri (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:59
Geiri, nu hofum vid allir sott namskeid i HI thar sem fjallad hefur verid um loftslagsvandamalid og thad er alveg ljost ad vandamalid er til stadar. Vid hofum skodad gognin i timum sem sina thetta svart a hvitu. Vissulega eru margir ovissuthaettir og akvednir visindamenn deila enn um orsokina. Hvort sem hun er okkur ad kenna eda ekki er alveg ljost ad um vandamal er ad raeda sem vid verdum ad bregdast vid.
Eg er viss um ad Kari, sem skrifadi thetta, hafi att vid ad langflestir visindamenn seu a thvi mali ad loftslagsbreytingarnar seu raunverulegt vandamal. Kari nefndi hins vegar aldrei hverja hann teldi orsokina, mannanna verk eda natturulegar sveiflur. Eg er hins vegar viss um ad badir thaettir spila inn i.
Saevar Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:31
Ég trúi frekar vísindamönnum en blaðamönnum. Var að lesa pistilinn "Enn eitt meistaraverkið" og fresturinn til að skrifa athugasemd var liðinn þótt pistillinn væri svo til nýr
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:29
Jú, það er deilt um hversu stóran þátt mannskepnan á í breytingunum. Ég vildi beina spjótum mínum að þeirri fréttamennsku (sem reyndar hefur lítið borið á í íslenskum fjölmiðlum) sem dregur úr mikilvægi vandamálsins. Í Bandaríkjunum (á einum tímapunkti) hefur um 60% frétta um gróðurhúsaáhrifin verið á þann veg að gera lítið úr vandamálinu meðan hverfandi hluti vísindagreina sé á þann veg. Það er gott að þú lest vandaðar fréttir Geiri en í BNA virðist vera markaður fyrir öðru.
Það er hins vegar rétt hjá þér Geiri að það fáir draga alvarleika málsins í efa. Ég hefði betur átt að segja "að gera lítið úr vandamálinu".
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.6.2007 kl. 21:57
"Sérstaklega í BNA" Já allt svo heilagt sem þaðan kemur. NOT.
Annars er það allskostar að þekja bara jörðina speglum. Gætum kallað það "project shining earth".
wad.
Freyr Guðjónsson, 5.6.2007 kl. 03:36
Störnufræðiáhugamenn segja í sínum pistli, eftir að bera fram frekar augljósa staðreynd, að "Mennirnir eru að grafa sína eigin gröf" Það er ekki hægt að túlka þetta með öðrum hætti en að þeir staðhæfa að þetta hlýskeið sem er í gangi sé af manna völdum. Þeir fara úr staðreynd í staðhæfingu algerlega án þess að gera grein fyrir henni. Kannski þeir gera bara ráð fyrir að það sé staðreynd að CO2 losun mannsins sé það eina sem stýrir hitastigi Jarðar, og að einungis "ákveðnir vísindamenn" og heimskir BNA fjölmiðlar séu ekki búnir að átta sig á því.
Svo kemur enn sérstakari kafli frá Sævari: "Hvort sem hun er okkur ad kenna eda ekki er alveg ljost ad um vandamal er ad raeda sem vid verdum ad bregdast vid."
Þetta er eitthvað sem sést ansi oft frá fólki í dag. Möguleiki 1 er að þetta sé okkur að kenna, og því reddum við þessu frekar auðveldlega með því að menga minna, eða bara ekki neitt ;) Möguleiki 2 er þá að þetta sé einhverju ótengdu okkur að kenna (sólinni, eða eða önnur efni í lofthjúpnum sem við ráðum ekki við), og samkvæmt þessu fólki, eigum við samt að bregðast við því! Hvað eigum við að gera?? Í gamla daga þegar svona gerðist fluttist fólk búsetu eftir lífsskylirðum og dýr gerðu hið sama. Nú getum við nýtt tæknina til að búa nánast hvar sem er, en ég er að springa úr forvitni.. hvað vilja þessi control-frík sem þola ekki þessa tilhugsun að við ráðum ekki við umhverfi okkar, og því ekki hægt að nota það sem pólitískt vopn, hvað viljið þið gera?
Það er þetta sem Geiri var að benda á að er svo furðulegt í þessari umræðu, að fólk tapi sér í einhverjum viðbrögðum líkt og við erum að fá fréttir af þessa dagana sem ég fæ hroll af að lesa. Sumt af því er saklaust og sætt en annað er það bara ekki. Finnst fólki þetta allt í lagi?: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1273479
Eða þetta?: http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1273426
Nennum við að lesa svona fréttir?: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1273441
Þetta er komið út í algera vitleysu og mér er ekki sama þegar maður þarf að borga einhver refsigjöld fyrir að hafa mengað, kostar yfir 100 þúsund að komast til London eða refsigjöld fyrir að eiga bensínbíl... allt út af ótrúlega vafasömum vísindum.
Og til að svara upprunalegri spurningu: Hverjum ætlum við að treysta betur fyrir að lýsa ástandi jarðarinnar: blaðamönnum eða vísindamönnum?
Þá ætla ég að svara: Verkfræðingum! ;)
Hip 2b^2, 6.6.2007 kl. 16:06
Hvers vegna feitletrardu stjornuahugamenn?
Ef thad er til thess ad draga ur truverdugleika okkar eda litillaekka ma thad sin litils. Vid erum allir ad laera thessu tengt i HI, tveir i jardedlisfraedi og einn i edlisfraedi. Vid aettum ad vera agaetlega laesir i thessum efnum thott vid gerum okkur fulla grein fyrir thvi ad vid erum engir serfraedingar og latumst ekki vera thad. Ert thu serfraedingur?
Eg veit ekki hver orsokin er fyrir thvi ad jordin er ad hlyna. Og thad er alveg ljost ad hun er ad hlyna. Eg veit ekki um neinn visindamann, eda verkfraeding (veit ekki hvad serfraedithekkingu their hafa umfram loftslagfraedinga og vedurfraedinga) sem hafnar thvi. En eg veit um fjolmarga visindamenn sem hafna thvi ad hlynunin se af mannavoldum. Um thad er deilt.
Thessi umraeda er alltof politisk. Ef thu ert a theirri skodun ad thetta se monnum ad kenna ertu vinstri sinnadur sem kokgleypir vid ollu sem main-stream fjolmidlar segja og a sama hatt ertu haegri sinnadur ef thu hafnar thessu alfarid. Thetta er algjort rugl. Eg tek alveg undir thad ad thad er fult ad thurfa ad greida refsigjold en stundum hefur thad alveg rett a ser. Her i Brasiliu er vart lift inni i borgum vegna gridarlegrar mengunar fra bilum. Thegar farid er ut fyrir borgina sest thykkt gratt mengunarsky. Eg fann mjog til i halsinum thegar eg gekk um straeti Sao Paulo. Megunin sest i lungun og veldur folki skada. Mengunin i borgum veldur sjukdomum og mer finnst allt i lagi ad setja refsigjold a thad sem thvi veldur.
Tha spyr eg a moti. Hvers vegna aettum vid frekar ad trua verkfraedingum heldur en visindamonnum sem fast vid thetta? Hvad gerir verkfraedingana faerari?
Sævar Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 23:33
Ættu verkfræðingar að lýsa ástandi jarðarinnar já? Kannski svipað og að láta fjárfesta lýsa ástandi hagkerfisins. (verkfræðingar eru reyndar vísindamenn)
Ég verð samt að taka undir með Hip í Kolefnissyndaaflausninni. Í fysta lagi finnst mér alveg frábært að þetta sé kallað "kolefni". Kolefni er jú algengasta lífræna efnið á jörðinni sem finnst í nær öllu sem við umgöngumst. Pínu krúttlegt að tengja það beint við koldíoxíð, kolmónoxíð eða eitthvað annað óbundið kolefni. Hins vegar er þetta ágæt leið að vekja athygli á málefni.
Það er staðreynd (hvernig sem við túlkum hana) að þetta hlýskeið sem nú er í uppsveiflu er mjög óvenjulegt. Það er rétt að hitinn á jörðinni hefur flöktað umtalsvert gegnum tíðina en þessi hraða uppsveifla er mjög grunsamleg. Það er þá ekkert skrýtið að við tengjum hana við hinn skyndilega uppgang verksmiðja og bíla- og þotuflota sem kom jafnskyndilega fram á jörðinni.
Ég ætlast ekki til að neinn taki mín orð sem sannleik. Það er engin ástæða fyrir að trúa stjörnuáhugamönnum. Hver má dæma fyrir sig. Ég, persónulega, treysti vísindamönnum fyrir að upplýsa mig. Vísindamenn mega ekki vera hlutdrægir heldur verða þeir að treysta gögnum sínum eins og þau koma fram. Áreiðanlegar vísindagreinar má t.d. nálgast á arxiv.org
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.6.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.