6.6.2007 | 13:32
Twinkle, Twinkle, little star
"Twinkle, twinkle, little star,
We know exactly what you are:
Nuclear furnace in the sky ,
You'll burn to ashes, by and, by.
But twinkle, twinkle, quasi-star,
Biggest puzzle from afar;
How unlike the other ones,
Brighter than a trillion suns.
Twinkle, twinkle, quasi-star,
How we wonder what you are..."
-eftir G. Gamov og N. Calder
Flestir Íslendingar muna eftir skýrskotun HLH-flokksins í þetta kvæði á sínum tíma. Hér eru höfundar þó ekki að fjalla um gamalt og gott lag heldur svokölluð dulstirni (e. quasars). Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar eins og íslenska nafnið ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin hélt mörgum vísindamönnum andvaka á nóttunni um árabil. Þau einkennast af því að vera gríðarfjarlæg og lygilega björt en ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað til okkar þegar alheimurinn var ennþá á ungabarnsaldri. Í dag er vitað með nokurri vissu að dulstirnin eru svokallaðar virkar vetrarbrautir þar sem risasvarthol er að éta upp efni.
Flokkur: Stjörnufræði | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þennan fróðleik
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.