Geimferjurnar umdeildar

Geimferjuátætlun Bandaríkjamanna og alþjóðlega geimstöðin hafa verið umdeild frá upphafi. Það er ákveðin viðurkenning fyrir mannskepnuna að geta lifað utan jarðar í lengri tíma en hvaða vísindalegur ávinningur er af geimstöðinni til lengri tíma?

Margir Bandarískir vísindamenn vilja meina að  geimferjuáætlunin sé tóm peningasóun. Hún étur upp ótrúlegar peningaupphæðir meðan önnur verkefni sitja á hakanum og fá ekki fjárveitingu þ.á.m. TPF sem á að leita að öðrum jörðum. Þessir vísindamenn benda á að þótt geimtæknin hafi eflist og margar smátilraunir gerðar í geimstöðinni að þá hljóti menn að spurja sig: Hvað viljum við svo? Aðra mannaða ferð til Tunglsins? Til hvers? Hvað með Mars? 

Bandaríkjamenn hefðu t.d. getað verið búnir að koma sér upp stærsta agnahraðli heims SSC (Superconducting Supercollider) sem fékk ekki fjárveitingu vegna geimstöðvarinnar. Nú styttist hins vegar í að CERN stofnunin í Sviss taki í notkun stærsta agnahraðal heims LHC (Large Hadron Collider) sem mun varpa ljósi á öreindirnar sem byggja upp heiminn okkar. (Las einhver Angels&Deamons ?Smile)

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is Geimfarar Atlantis leggja í aðra geimgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri náttúrlega óskandi að ríkisstjórn bandaríkjanna beitti sér frekar að því að auka fjárútlát til vísinda en hersins. Slíkt er þó súrrealísk óskhyggja og sárt að sjá að það þjóðfélag, sem helst allra ætti að geta aukið þekkingu okkar sem mest, langar ekki til að axla þá byrði.

Bogi Brimir Árnason (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Meiri fjárútlát í vísindin og engin í hernaðarbröltið

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband