Stjörnuspeki er bull

Eins og allir vita er ekkert mark takandi á stjörnuspekiruglinu. Fyrir utan þá staðreynd að sólin gengur í gegnum þrettán stjörnumerki en ekki tólf (eins og fólk heldur) þá geta stjörnuspár átt við hvern sem er. Tökum sem dæmi:

"Þú vilt óður betrumbæta á marga vegu sem eiga það allir sameiginlegt að snúast um greiðslukortið þitt. Þetta getur kostað sitt. Spurðust fyrir hjá vinum."

Það sjá allir að þetta á klárlega við um hvern einasta íslending sem fæddir eru í Ljósnmerkinu. Eða hvað? Þetta rugl getur átt við um hvern sem er. Hin raunverulega uppröðun dýrahringsins er svona:

  • Fiskarnir -- 12. mars til 18. apríl
  • Hrúturinn -- 19. apríl til 13. maí
  • Nautið -- 14. maí til 19. júní
  • Tvíburarnir -- 20. júní til 20. júlí
  • Krabbinn -- 21. júlí til 9. ágúst
  • Ljónið -- 10. ágúst til 15. september
  • Meyjan -- 16. september til 30. október
  • Vogin -- 31. október til 22. nóvember
  • Sporðdrekinn -- 23. nóvember til 29. nóvember
  • Naðurvaldi -- 30. nóvember til 17. desember
  • Bogmaðurinn -- 18. desember til 18. janúar
  • Steingeitin -- 19. janúar til 15. febrúar
  • Vatnsberinn -- 16. febrúar til 11. mars

Annað sem kemur fram í fréttinni, sem fer svona alveg í okkar fínustu, er að rugla saman stjörnuspekingum og stjörnufræðingum. Stjörnufræði er vísindi en stjörnuspeki er gervivísindi. Sá sem er stjörnufræðingur stundar vísindi, stjörnuspekingurinn ekki.

Ég endurtók eitt sinn fræga tilraun þar sem ég afhenti tíu manns stjörnuspá sem ég sagði að ætti við um hvern og einn. Þegar fólkið hafði lesið spánna, spurði ég hvort það væri eitthvað vit í þessu. Allir sögðu að ca. 80% ætti við um það og þetta passaði bara ansi vel. Þá benti ég öllum á að þetta væri stjörnuspá sem ætti að eiga við þekktan fjöldamorðingja. Mér líst ansi illa á það ef fólk líkist óþægilega mikið fjöldamorðingjum. 

Annars var Hitler fæddur 20. apríl og tilheyrði raunverulega Hrútnum.

- Sævar 


mbl.is Bretar rýndu í stjörnuspá Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem fer í mínar fínustu er þessi hroki sem menn geta sýnt af sér. Það að einhver skuli halda að hann sé svona miklu merkilegri en aðrir er eitt. En að setja það á blað og opinbera það er annað. "Eins og allir vita er ekkert mark takandi á stjörnuspekiruglinu." Hvurslag mannfyrilitning og hroki er þetta? Ég verð að segja að stjörnufræðingar hafa fallið mikið í áliti hjá mér eftir að hafa lesið þetta blogg.

Baldur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég hefði reyndar líka athugað stjörnukortið hans, þótt ég trúi ekki á stjörnuspeki, af þeirri einföldu ástæðu að Hitler sjálfur trúði á stjörnuspeki.

Elías Halldór Ágústsson, 4.3.2008 kl. 13:15

3 identicon

Baldur, af hverju kynnirðu þér ekki bara málið áður en þú tjáir þig? Um leið og þú hefur eitthvað gagnlegt til málanna að leggja (eins og til dæmis kannanir/rannsóknir sem sýna að við höfum rangt fyrir okkur), gjörðu þá svo vel að tjá þig hér. Ert þú annars ekki að sýna sama hroka og þú ert að gagnrýna hér? Mér sýnist það alla vega. Mannfyrirlitninguna kem ég ekki auga á, nema í skeytinu frá þér.

Þegar ég segi að stjörnuspeki sé rugl er ástæðan sú að ég er búinn að kynna mér málið mjög vel. Reyndar datt mér í hug og það kom því ekki á óvart að svona komment kæmi, slíkt gerist alltaf. Jarðmiðjukenningin er rugl, bull og vitleysa. Er það hrokafullt að halda því fram? Held ekki.

Sævar (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:14

4 identicon

Mundu það Sævar, að þótt ég hafi rétt fyrir mér þýðir ekki að þú hafi rangt fyrir þér.

Stjörnufræðingar eru sífellt að taka það fram að stjörnuspeki er "bull", það er svo sem ekkert nýtt. En fáir gera sér grein fyrir því hvað stjörnuspeki snýst um.

Í fyrsta lagi er stjörnuspeki ófullkomið.  Þegar það var uppá sitt besta, var ekki búið að uppgötva Úranus né Neptúnus og voru Vatnsberinn og Fiskarnir kenndir við Júpíter og  Saturnus, einfaldlega vegna þess að það þyrfti að fylla uppí eyðirnar. Samt sem áður var hvern einasti fursi, lávarður, konungur og keisari með stjörnuspeking sem ráðlagði þeim og bjó til stjörnukort. Ekki má gleyma Sókrates, Aristotle, Homer, Pythagoras og þúsundir í viðbót sem lifðu samkvæmt reikistjörnunum og speki þeirra. 

Orðstýr stjörnuspekisins eyðilagðist seinnt á 20 öld þegar tímarit fór að birta stjörnuspá sem voru ónámkvæm. Því miður gera allt of fáa sér grein fyrir hvað stjörnuspeki er flókið fyrirbæri sem byggist ekki bara á daginn sem þú fæddist, heldur líka afstaða Mars, Venus, rísandi og miklu fleira.

Taka skal fram að stjörnuspeki er EKKI heilgur sannleikur. Stjörnuspeki er einfaldlega "tungumál" sem má nota til þess að lýsa einstakling eða atburð. Hins vegar kemst meira í ljós ef stjörnuspeki er notað saman með t.d. talnaspeki, I-Tjing og íslenskum rúnu, einfaldlega vegna þess að hvert kerfi sýnir öðruvísi sjónarmið.

Fordómar gagnvart hinu óskiljanlegu eru að finna víðsvega, þó hvergi jafnmikið og meðal vísindamanna. Þessir bráðsnjöllu menn gleyma að ALLT sem fræðigrein þeirra er byggt á er komið frá fornmönnum sem bæði töldu það vera óhugsandi að jörðin væri hnöttur og trúðu fast á englum og djöflum. 

"Galdrar" og vísindi eru ekki andstæðingar, vísindi er bara of ungur til þess að skilja það.

Galileo (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér finnst stjörnuspeki ákaflega skemmtileg, rétt eins og stjörnufræði. Ég geri mér grein fyrir því að önnur greinin byggir á staðreyndum hin ekki. Það er því fjarri mér að útiloka eitt eða neitt í þessum efnum. Hins vegar þykir mér það ákaflega merkilegt að heyra um þetta þrettánda stjörnumerki, Naðurvaldi. Það er nefnilega merkið mitt og ég sem hef fram að þessu talið mig falla ákaflega vel að bogmannsmerkinu!!

Stjörnuspeki er í mínum huga fyrst og fremst afþreying og skemmtun en tæplega fræði.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.3.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband