Myndir af samstöðu Venusar og Júpíters

Þann 1. desember 2008 var mjög falleg samstaða Venusar og Júpíters á kvöldhimninum. Ég veit ekki hversu margir tóku eftir þessari samstöðu, enda báðar reikistjörnur mjög lágt á lofti í kvöldroðanum þann dag, en samstaðan var engu að síður mjög tignarleg og vís til þess að vekja athygli þar sem hún var greinilegri. Nú hefur ástralskur stjörnufræðingur sett fram þá tilgátu að Betlehemsstjarnan hafi verið mjög þétt samstaða þessara reikistjarna þann 17. júní árið 2 f.Kr.. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum.

Myndin hér fyrir neðan var útbúin í Starry Night forritinu sem fæst hjá Sjónaukar.is og sýnir hversu þétt samstaða Venusar og Júpíters var þetta ár.

Nánari upplýsingar er að finna á Stjörnufræðivefnum.


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband