Undur alheimsins á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009

Nú þegar árið 2009 er að ganga í garð eru stjörnuskoðendur um heim allan önnum kafnir við að undirbúa alþjóðlegt stjörnufræðiár. Hvorki meira né minna en 135 þjóðir hafa tekið höndum saman til að kynna jarðarbúum alheiminn. Á næstu 12 mánuðum verður efnt til margs konar viðburða er tengjast stjörnufræði og heimsfræði.

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (The International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins.

Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu ársins 2009.is eða á Stjörnufræðivefnum.

Stjörnufræðivefurinn verður stór þátttakandi í ári stjörnufræðinnar hér á Íslandi ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Nánar um það á 2009.is.

Hér er svo kynningarmyndin fyrir árið.

Fleiri áhugaverð myndbönd úr stjörnufræðinni er á YouTube svæði Stjörnufræðivefsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband