Námskeið fyrir krakka í stjörnufræði

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða upp á krakkanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Sams konar námskeið var haldið síðasta vetur við góðar undirtektir þátttakenda. Námskeiðið stendur yfir í tvær klukkustundir. Eftir námskeiðið (þegar veður leyfir) verður öllum boðið upp á stjörnuskoðun þar sem þátttakendur eiga kost á því að mæta með eigin stjörnusjónauka og læra á hann. Námskeiðin fara fram laugardaginn 7. mars milli 10:30 og 13:00 (krakkar á aldrinum 5 til 9 ára) og sunnudaginn 8. mars milli 13:00 og 15:30 (krakkar á aldrinum 10-13 ára). Námskeiðið er fyrir barn og eitt foreldri saman!

Krakkanámskeiðið er hluti af svokölluðu UNAWE verkefni sem er eitt mikilvægasta verkefni stjörnufræðiársins. Tilgangurinn er að efla vitund barna og unglinga um undur alheimsins á lifandi og spennandi hátt. Samskonar námskeið eru haldin um allan heim, t.d. í Kenýa, Tansaníu, Kína, Brasilíu og svo auðvitað hér á Íslandi. 

Á námskeiðinu er ætlunin að fræðast um stjörnuhiminninn, tunglið, hvernig gígar verða til, reikistjörnurnar Mars og Satúrnus og hugsanlegt líf í geimnum svo fátt eitt sé nefnt

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband