Blaðið komið út

undur%20alheimsins_forsida_litilÚt er komið ritið Undur alheimsins - Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar sem gefið er út af Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í tilefni stjörnufræðiársins. Blaðið er afar veglegt og telur 86 ríkulega myndskreyttar blaðsíður. Mjög er vandað til útgáfunnar og í blaðinu er fjöldi fróðlegra greina um viðfangsefni íslenskra stjarnvísindamanna.

Allar greinar blaðsins eru ritaðar á aðgengilegan hátt af fremsta stjarnvísindafólki Íslendinga og ættu því að höfða til víðs hóps áhugafólks um vísindi almennt. Efnistök greinanna og uppsetning blaðsins er í ætt við almenn vísindarit á borð við Scientific American og stjarnvísindatímarit eins og Astronomy og Sky & Telescope. Aldrei áður hefur verið gefið út jafn veglegt blað um stjarnvísindi á Íslandi.

Blaðið er selt á öllum þeim viðburðum sem efnt er til á ári stjörnufræðinnar. Blaðið er einnig fáanlegt í lausasölu hjá Bóksölu stúdenta. Allur ágóði af sölu blaðsins rennur óskiptur í framtíðaraðstöðusjóð félagsins. Það er því um að gera að styrkja starf félagsins með kaupum á blaðinu.

Nánar á Stjörnufræðivefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband