3.3.2009 | 10:48
Komdu og skoðaðu stjörnuhiminninn í kvöld
Í kvöld (þriðjudaginn 2. mars) býðst þér og fjölskyldu þinni tækifæri til þess að skoða stjörnuhiminninn með Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að stjörnuskoðunin hefjist klukkan 20:00 og verður fjöldi stjörnusjónauka á staðnum. Þetta stjörnuskoðunarkvöld er haldið fyrir þig í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Eitt allra mikilvægasta markmið ársins er enda að sýna þér það sem Galíleó sá fyrir 400 árum og meira til.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.