7.3.2009 | 14:19
Í leit að öðrum jörðum
Þessi merkilegi sjónauki á vonandi eftir að valda byltingu í rannsóknum á fjarreikistjörnum (extrasolar planets). Um borð í honum er 95 megapixla myndavél sem starir á 100.000 stjörnur á svæði milli Svansins og Hörpunnar í leit að blikki í ljósútgeislun stjörnu þegar reikistjarna gengur þvert fyrir hana. Þessar þvergöngur geta staðið yfir í um það bil klukkustund upp í hálfan dag en það veltur vitaskuld á braut reikistjörnunnar stærð móðurstjörnunnar.
Ítarleg grein um Keplerssjónaukann er væntanleg inn á Stjörnufræðivefinn innan tíðar. Á meðan er um að gera að kynna sér aðferðir til leitar að fjarreikistjörnum.
Geimsjónauka skotið á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.