Stórkostleg mynd!

 

hs-2009-12-anim_lg.gif

 

Hvar værum við án Hubblessjónaukans? Þetta ótrúlega vísindatæki tók þessa stórkostlegu ljósmynd af Satúrnusi og fjórum tunglum að ganga þvert fyrir hann. Sjá má skugga tunglanna á skífu Satúrnusar. Svona er nú heimurinn sem við búum í fallegur. Synd að fleiri fái ekki tækifæri til að sjá þetta.

Þú getur lesið meira um þetta á Stjörnufræðivefnum.

Af hverju mætti ekki birta svona mynd og stuttan texta á Mbl.is, Vísi.is og Eyjan.is? Á sama tíma fáum vi að vita af því að Nicholas Cage dreymir um að verða svifflugmaður og að Zac Efron (who?) er að fullorðnast. Who gives a flying f***.

Myndin af Satúrnusi er miklu merkilegri enda ótrúlegt verkfræðilegt afrek að smíða sjónauka sem getur þetta. Þessi ljósmynd ber þekkingu manna fagurt vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I am always amazed how little coverage science issues get in the Icelandic press. The US press is not much better, but at least there are more choices.

Lissy (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:00

2 identicon

Ég hef einu sinni borið þá gæfu að sjá sjálf Satúrnus í sjónauka uppi í fjöllum í Chile. Náttúrulega ekki af sömu gæðum og hér sjást en var mér algjörlega ógleymanlegt augnablik. Á þessu augnabliki varð maður svo lítill í heiminum, ég fylltist gríðarlegri lotningu yfir þessum öllu saman, þ.m.t. yfir getu okkar mannana, en ekki síst yfir þessu ótrúlega merkilega fyrirbæri sem alheimurinn er. Ég hef aldrei séð neitt merkilegra og sennilega aldrei mun.

Ps. og tek svo sannarlega undir að væri svo sannarlega gaman að sjá meira svona, og minna "fólk" á net fjölmiðlunum. Eitt af því sem gæti hjálpað við uppbygginguna væri einmitt stóraukin áhersla á raungreinar og vísindi. Slíkt stendur nefnilega tímans tönn.

ASE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Loftslag.is

Sammála, vantar tilfinnanlega meiri umfjöllun um vísindi (þá meina ég á mjög breiðum grundvelli).

Loftslag.is, 18.3.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband