Stjarnvísindi framtíðarinnar

Þriðja erindið í fyrirlestraröðinni ,,Undur veraldar: Undur alheimsins”, sem Stjarnvísindafélag Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands efna til í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar, fer fram laugardaginn 21. mars klukkan 14:00. Johannes Andersen prófessor í stjörnufræði við Kaupmannahafnarháskóla flytur þá erindi sem hann nefnir ,,Framtíð evrópskra og norrænna stjarnvísinda”. Venju samkvæmt verður fyrirlesturinn í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Við hvetjum áhugasama til þess að fjölmenna á þennan fróðlega fyrirlestur. Fyrirlesarinn Johannes Andersen ku víst vera ansi skemmtilegur fyrirlesari.

Sjá nánar á 2009.is eða Stjörnufræðivefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband