3.4.2009 | 13:51
Uppruni og endalok alheimsins
Fjórða erindið í fyrirlestraröðinni ,,Undur veraldar: Undur alheimsins, sem Stjarnvísindafélag Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands efna til í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar, fer fram laugardaginn 4. apríl klukkan 14:00. Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði við NORDITA í Stokkhólmi, flytur þá erindi sem hann nefnir ,,Hugleiðingar um heimsfræði. Venju samkvæmt verður fyrirlesturinn í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Í fyrirlestrinum verður sagt frá uppruna alheimsins og endalok hans. Endalok verða svört! Lárus mun segja okkur nánar um það.
Sjá nánar fréttatilkynningu á Stjörnufræðivefnum.
==
Við minnum svo á sólkerfisröltið sem hefst klukkan 11:00 á Ingólfstorgi. Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag og á Stjörnufræðivefnum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þú segir að endalokin verði svört. Það er víst farið að styttast í þessi endalok og með hverjum degi færast endalokin nær.
NASA hefur verið að rannsaka hina myrkvuðu hlið sólar eins og sjá má í greininni á vef þeirra "NASA Sees the Dark Side of the Sun" sem birtist hér 23. janúar síðastliðinn: http://science.nasa.gov/headlines/y2009/23jan_darkside.htm . Þar segir einn visindamaðurinn "we're finally getting to see the dark side of the Sun."
Meira um myrkvuðu hlið sólar "First View of the Dark Side of the Sun" og "NASA Sees The Dark Side of the Sun" á Space Daily hér.
Er það ekki deginum ljósara að endalokin séu framundan? Er það ekki nokkuð víst að það muni slokkna alveg á sólinni þegar þar að kemur?
Áhyggjufullur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.