6.4.2009 | 14:26
Í leit að lífi á Mars
Dr. David Des Marais, einn af stjórnendum Marskönnunar á vegum NASA, er nú á fyrirlestraferð um Norðurlönd og Eystrasaltslönd á vegum norræns samstarfsvettvangs um stjörnulíffræði (astrobiology). Ísland er síðasti viðkomustaður Davids, en í liðinni viku hefur hann flutt erindi í Tallinn, Turku, Stokkhólmi og Björgvin. David mun kynna nýjustu niðurstöður Marsrannsókna og framtíð þeirra í erindi, sem hann flytur í stofu 132 í Öskju þann 8. apríl kl. 14.
Könnunarför NASA, bæði jepplingar og brautarför, hafa á undanförnum árum uppgötvað að lífvænlegar aðstæður voru líklega fyrir hendi á Mars fyrir um þremur milljörðum ára. Jepplingurinn Opportunity fann vísbendingar um sölt stöðuvötn og grunnvatn. Spirit jepplingurinn fann berg sem veðrast hefur af snertingu við vatn og kísil sem fellur út á hverasvæðum. Þá hafa brautarför fundið steindir á víð og dreif um Mars sem bera glögg merki vatns.
Ég verð svo í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að tala aðeins um þetta spennandi viðfangsefni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.