Hlaupabrettið Stephen Colbert

NASA efndi nýlega til nafnasamkeppni á nýjustu einingu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert hvatti áhorfendur sína til þess að fara inn á vef NASA og stinga upp á að einingin skildi nefnd Colbert.

Colbert vann með yfirburðum og NASA var í klemmu.

NASA áskilur sér reyndar rétt til þess að ákveða nafnið og þurfa ekki að fylgja tillögum almennings. Einingin var því nefnd Tranquility eftir lendingarstað Apollo 11 á tunglinu.

NASA ákvað aftur á móti að nefna hlaupabretti, sem geimfararnir æfa sig á til þess að koma í veg fyrir vöðva- og beinarýrnun (óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að svífa um í þyngdarleysi), eftir Colbert. Hlaupabrettið nefnist því Combined Operational Load Bearing External Resistance Treadmill eða C.O.L.B.E.R.T.


Mikið vildi ég óska þess að fénu sem varið hefur verið í geimstöðina hefði farið í könnun reikistjarnanna og alheimsins frekar, eða þróun búnaðar sem kemur mannkyninu loksins til Mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband