Í dag er DNA dagurinn

Arnar Pálsson erfðafræðingur vekur athygli á því á blogginu sínu að í dag er DNA dagurinn. Þann 25. apríl 1953 birtu þeir James Watson og Francis Crick grein í Nature þar sem þeir skýrðu frá byggingu DNA sameindarinnar.

Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, var svo almennilegur að leyfa okkur að birta tvær frábærar greinar eftir sig á Stjörnufræðivefnum. Þessar greinar birtust báðar upphaflega í Náttúrufræðingnum.

Fyrri greinin nefnist Uppruni lífs: Fyrstu skrefin en sú seinni nefnist Mótun lífs: RNA-skeiðið í sögu lífsins. Ég vek athygli á því að enn á eftir myndskreyta greinarnar en úr því verður bætt í sumar. Hver veit nema fleiri greinar um líffræði muni líka bætast við? Að minnsta kosti verður fróðleikur um stjörnulíffræði fyrirferðamikil.

Til hamingju með DNA daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband