Hann á afmæli í dag!

Hann er orðinn 19 ára gamall, rétt skriðinn yfir táningsaldurinn en strax orðinn heldur aldurhniginn. Strax í barnæsku kom í ljós að hann var þjakaður af sjónskekkju. Með lítilli aðgerð tókst að laga það og í dag er sjón hans haukfrá, jafnvel þótt hann sé eineygður, enda er augað hans stærra en hávaxnasti leikmaðurinn í sögu NBA körfuboltans. Með auganu hefur honum tekist að sjá lengra en nokkur annar.

Hann vegur álíka mikið og tveir fullvaxnir fílar, enda á stærð við strætisvagn. Þótt hann sé stór fer hann geysihratt yfir og kæmist t.a.m. frá Reykjavík til Keflavíkur á fjórum sekúndum. Hann hefur farið meira en 100.000 sinnum í kringum jörðina frá fæðingu og ferðast vegalengd sem jafngildir fjarlægðinni milli jarðar og Satúrnusar.

Hann þarf reglulega á yfirhalningu að halda þar sem umhverfið sem hann býr í er ekki beinlínis vinveitt. Hann verður stöðugt fyrir lífshættulegri geislun og á hann rekast reglulega örlitlar agnir sem geta hæglega stórslasað hann.

Með hjálp hans hafa stjörnufræðingar birt nærri 7000 vísindagreinar.

Til hamingju með afmælið Hubble! Live long and prosper.

 

hubble-space-telescope.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband