Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði í Vísindaþættinum í dag

Í Vísindaþættinum í dag á Útvarpi Sögu, milli 17 og 18, verðum við með símaviðtal við Dr. John Mather, Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði. Mather hlaut Nóbelsverðlaunin ásamt samstarfsmanni sínum George Smoot árið 2006 fyrir rannsóknir á örbylgjukliðnum með COBE gervitunglinu. Örbylgjukliðurinn er bakgrunnsgeislun alheimsins, þ.e. geislun frá þeim tíma þegar alheimurinn var heitur og ógegnsær. Örbylgjukliðurinn segir okkur að alheimurinn átti sér heitt upphaf.

Mather er einnig "senior project scientist" fyrir James Webb geimsjónaukann. Webb-sjónaukinn er arftaki Hubbles, miklu stærri og verður sennilega skotið á loft árið 2013.

Spennandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband