Hauskúpa á Mars? Bull og vitleysa.

Miðað við áhuga íslenskra vefmiðla á gervivísindum og rugli, þá kæmi mér ekki á óvart ef þetta þætti stórfrétt á einhverjum vefmiðli innan skamms. Legg 100 kr á Vísi.is.

skull_1394856c.jpg

Steinn sem lítur út eins og "geimveruhauskúpa". Ja hérna, verst við eigum engar alvöru geimveruhauskúpur til samanburðar. Verst að enginn hefur séð geimverur til þess að dæma um hvort þetta líkist geimverum.

Ég held að þetta sé bara steinn og leikur ljóss og skugga. Steinar geta verið áhugaverðir. Ég veit ekkert hvenær þessi mynd er tekin en hún er alla vega greinilega frá Kólumbíuhæðum í Gúsevgígnum á Mars, þar sem Spirit jeppinn ekur um, haltur, eftir meira en fimm ára dvöl á Mars sem upphaflega átti aðeins að vera 90 dagar. Spirit er á stað sem heitir Home Plate eða Heimahöfn og þar finnast samskonar sölt og á háhitasvæðum á jörðinni. Vá! Það er miklu undraverðara og raunverulega fréttin.

via BadAstronomy.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Hér er önnur gamalkunnug ,,hauskúpa" á Mars (frá 1976), alveg jafn fáránleg en margir leggja trúnað á þetta. Góð hjátrú, gulli betri.
Matthías

Ár & síð, 6.5.2009 kl. 22:53

2 identicon

Mér finnst 100kr. nú varfærið. Set 100.000kr. á Atla Stein.

Trausti (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband