Næsta stopp: Hubble

Staðsetning Hubble

Má til með að benda áhugasömum á nýja frétt Sverris Guðmundssonar á Stjörnufræðivefnum um geimskotið. Þarna er ýmislegt tengt geimskotinu útskýrt á skiljanlegu íslensku máli.

Geimskot Atlantis lukkaðist vel og er geimferjan nú á leið til Hubbles. Sjónaukinn er heldur hærra yfir jörðinni en geimstöðin, eða í um 600 km hæð. Í þessari hæð er Hubble rúmlega fótboltaleik eða 97 mínútur að ljúka einni hringferð um jörðina. Á myndinni hér til hliðar má sjá hvar Hubble er staðsettur þessa stundina.

Við á Stjörnufræðivefnum munum fylgjast afar náið með leiðangri Atlantis til Hubble. Í dag birtum við frétt um förina sem rataði líka hingað á Mbl.is. 

Fylgist vel með á Stjörnufræðivefnum næstu daga.

Hvaða fleiri undur alheimsins mun Hubble leiða í ljós á næstu árum? Það er einkar viðeigandi að þessi mikilvægasti sjónauki heims fær andlitslyftingu á Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009.


mbl.is Atlantis skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér varð á að horfa á geimskotið í beinni útsendingu áðan. Það var algjör tilviljun að ég villtist inn á síðuna um mínútu fyrir skot og gerði mér enga grein fyrir að þetta væri bein útsending .    Það var ekki fyrr en allnokkru seinna að ég áttaði mig á því...

Ágúst H Bjarnason, 11.5.2009 kl. 20:33

2 identicon

Þú hefur verið lukkunnar pamfíll!

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband