Atlantis við Hubble

Sverrir heldur áfram að fjalla um leiðangurinn til Hubbles á Stjörnufræðivefnum. Ef þú vilt vita eitthvað aðeins meira en birtist í þessari frétt mæli ég með þessu. Þarna er meðal annars að finna örstutta umfjöllun um hvaða geimgöngur verða næstu daga og um Kanadaarminn á geimferjunni. 

Í dag verður síðan tveimur evrópskum gervitunglum skotið á loft, Planck og Herschel. Herschel er innrauður stjörnusjónauki, hannaður til þess að svipta hulunni af köldum gasskýjum í Vetrarbrautinni okkar og skyggnast inn í stjörnuverksmiðjurnar sem þar leynast. Herschel er útbúinn stærsta spegli sem sendur hefur verið út í geiminn hingað, nokkru stærri en Hubble, sem mun gera honum kleift að skyggnast langt aftur í tímann, að barnæsku alheimsins ef svo má segja.

Planck mun hins vegar mæla örbylgjugeislunina í alheiminum. Alheimurinn átti sér heitt upphaf. Ljósið sem lék um alheiminn þá var í formi innrauðrar hitageislunnar. Á síðustu 13,7 milljörðum ára hefur tognað svo geysimikið á ljósinu að það er orðið að örbylgjugeislun. Planck á að rannsaka hárfínar hitabreytingar þessarar geislunar. Á Stjörnufræðivefnum er fróðleg grein um þennan örbylgjuklið, en hann er einn af hornsteinum Miklahvellskenningarinnar. Vissir þú að þú getur séð Miklahvell í sjónvarpinu þínu?

Í Mogganum í dag er stutt en mjög fín frétt um þessi geimför tvö eftir Boga Þór Arason. Hrósa ber því sem vel er gert.


mbl.is Atlantis komin að Hubble
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband