Skelfileg vinnubrögð

Rakst á þessa frétt á Vísi.is - myndir. Best að halda henni til haga því þegar hún verður (ef kannski frekar) leiðrétt þá er þetta klárlega ein af verst skrifuðu fréttum sem ég hef séð:

Vísir, 17. maí. 2009 15:13

Nasa gerir við geimsjónauka

mynd

Geimfarar eru nú að laga geimsjónaukann Hubbert. Þeir eru að koma fyrir nýrri linsu og öðrum aukahlutum. Andvirði þessara aukahluta eru 88 milljónir dollara.

Viðgerðin er tímafrek og kostnaðarsöm. Einn geimfarinn var í átta klukkustundir í einni geimgöngunni.

„Þetta er eins og að glíma við björn," sagði Mike Massimino, einn geimfaranna þegar hann lýsti viðgerðarferlinu.

Auk þess eru geimfararnir að bæta nýjum hlutum við sjónaukann. Meðal annars græju sem á að gera sjónaukanum kleyft að dýpka skilning sjónaukans á því hvernig plánetur og stjörnukerfi myndast.

Hubbert sjónaukinn er nefndur í höfuðið á bandaríska stjörnufræðingnum Edward Hubbert. Sjónaukinn hefur tekið ótrúlegar myndir í geimnum og er nauðsynlegur vísindamönnum til þess að kortleggja geiminn.

Hér má svo skoða myndir sem sjónaukinn hefur tekið.

Er þetta eitthvað djók?

Þýðandanum gengur sjálfsagt ekkert illt til, en augljóst er að fréttin hefur ekki verið yfirlesin af einhverjum öðrum.

Í fyrsta lagi, Hubbert sjónaukann? Ha? 

Í öðru lagi, nefndur eftir stjörnufræðingnum Edward Hubbert? Maðurinn hét Edwin Hubble.

Í þriðja lagi, skipta um linsur og aðra aukahluti? Öh, það er verið að skipta um myndavélar, lagfæra tölvubúnað og skipta um snúða á sjónaukanum svo hann sé starfhæfur næstu ár. Nóg að slá inn stjornuskodun.is til að lesa sér til um það. Ég held stundum að íslenskir fjölmiðlamenn hafi engan áhuga á að kanna hvort upplýsingar séu til á okkar ástkæra ylhýra.

Þessi setning er algjört gull: "Auk þess eru geimfararnir að bæta nýjum hlutum við sjónaukann. Meðal annars græju sem á að gera sjónaukanum kleyft að dýpka skilning sjónaukans á því hvernig plánetur og stjörnukerfi myndast." 

Talan 88 milljónir er heldur lægri en raunverulegur kostnaður leiðangursins er. Þjónustuleiðangurinn kostar 887 milljónir dollara, þar af er heildarkostnaður við ný tæki um 250 milljón dollarar. Kostnaður við Cosmic Origins Spectrograph var hins vegar 88 milljónir.

Hver orðar hlutina svona? "græju sem á að gera sjónaukanum kleyft að dýpka skilning sjónaukans á því hvernig plánetur og stjörnukerfi myndast." [feitletrun mín]

Það er nefnilega það.

Er skrítið að maður hristi stundum hausinn yfir því sem stendur á Vísir.is - myndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einmitt það já. Vísir að toppa mbl í þessu? Mbl finnst mér hafa skánað gegnum tíðina í vísindafréttum þótt ég spari nú gullhamrana. Vísir hefur hins vegar stuðst við taktíkina að sleppa bara öllum vísindafréttum. Þeir mega halda áfram að gera það ef þetta á að vera dæmigerð frétt.

Kári (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 17:39

2 identicon

Mögnuð frétt. Sé að þeir eru búnir að breyta "Hubbert" í "Hubble". "Edward" samt ennþá á sínum stað :)

 Það er þó alla veganna gott að vita að fólkið hjá NASA sé að hjálpa sjónaukanum að "dýpka skilning". Það eitt að sjónauki hafi skilning á einhverju er magnað. Það að nú sé hægt að efla þann skilning er ekkert annað en stórkostlegt.  :)

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Mér finnst þetta mjög fyndið og er búinn að hlæja að þessu mikið í dag. Góð athugasemd Sigurður. Sjónaukinn er greinilega gæddur vitsmunum. Gott að þeir hafa þá leiðrétt þetta að einhverju leyti.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.5.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband