Strengjafræði í Vísindaþættinum í dag kl. 17

Það verður heldur betur góður gestur í Vísindaþættinum í dag kl. 17 á Útvarpi Sögu. Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Nordita í Stokkhólmi, mætir í viðtal til mín. Lárus er að öðrum ólöstuðum einn fremsti og færasti eðlisfræðingur Íslendinga. Ég fullyrði það að Háskóla Íslands er heppið að jafn fær eðlisfræðingur og Lárus skuli vera hér heima til að sinna sínum hugðarefnum. Hann kæmist sennilega í góða stöðu í hvaða háskóla sem er í heiminum.

Umræðuefnið að þessu sinni er stórt og mikið, eða ætti maður kannski frekar að segja risastórt og pínulítið: Strengjafræði. Ég ætla ekki að útskýra strengjafræðina hér en vísa frekar á fróðlegt svar Lárusar á Vísindavefnum.

Við munum stikla á stóru um þessi fræði og heimspekilegar vangaveltur þeim tengdum. Við ætlum líka að skoða örlítið svarthol og reyna að svara spurningunni: Hvernig er hægt að mæla hitastig svarthola?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta var mjög áhugavert og útskýringar Lárusar mjög góðar

Ágúst H Bjarnason, 26.5.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir það. Þátturinn mun koma á vefinn innan tíðar.

Við komumst því miður ekki yfir næstum því allt sem ég var búinn að punkta hjá mér. Hann ætlar að kíkja aftur síðar.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 26.5.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband