Hlýnun jarðar í Vísindaþættinum í dag kl. 17 á Útvarpi sögu

Í Vísindaþættinum í dag kíkir Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í spjall til okkar um hlýnun jarðar sem er alltaf skemmtilegt viðfangsefni. Þátturinn verður á dagskrá Útvarps sögu klukkan 17 í dag. Hann verður svo aðgengilegur á Stjörnufræðivefnum á morgun ásamt þætti síðustu viku þar sem Lárus Thorlacius fjallaði um strengjafræði. 

Spurning hvort maður verði efasemdarmaður um hlýnun jarðar í dag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ennþá með strengi í höfðinu eftir strengjafræðina. En það verður gaman að heyra í Halldóri.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.6.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Loftslag.is

Ég missti af þessu, kíki á vefinn ykkar á morgun.

Loftslag.is, 2.6.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég missti af þessu líka. Það var einhver misskilningur hjá Halldóri svo hann mætti ekki í útsendinguna. Við enduðum á að spjalla saman um sólkerfið, alveg óundirbúið sem var pínu óþægilegt.

Halldór verður þess í stað í viðtali 16. júní.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.6.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband