3.6.2009 | 10:48
Frímerki á ári stjörnufræðinnar
Í tilefni af Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar ákvað Post Europe, samtök póstfyrirtækja í Evrópu, að helga árið 2009 stjörnufræði. Tvö íslensk frímerki koma út af þessu tilefni. Þemað á frímerkinu með 105 kr. verðgildinu vísar til sólargangsmælinga Odds Helgasonar eða Stjörnu Odda um 1100. Þemað á frímerkinu með 140 kr. verðgildinu vísar hins vegar til stjörnuskoðunarturnsins á Lambhúsum á Álftanesi þar sem fyrstu opinberu stjörnuathuganirnar hérlendis voru gerðar á seinnihluta 18. aldar. Frímerkin hannaði Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður.
Hægt er að sjá fleiri myndir á Stjörnufræðivefnum.
===
Það ætlar að ganga erfiðlega að setja síðustu Vísindaþætti inn á vefinn. Í gær átti Halldór Björnsson að kíkja í spjall en örlítill misskilningur varð til þess að hann mætti ekki. Við enduðum á að spjalla um ytri mörk sólkerfisins í staðinn, alveg óundirbúið, sem var svolítið óþægilegt.
Svo fékk ég ranga þætti frá tæknimanninum til að setja á netið. Það verður því einhver bið í viðbót eftir því að þættirnir komist inn. Vonandi ekki of löng.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.