Nýjar greinar á Stjörnufræðivefnum

Ég fékk frábæra vinnu í sumar við vísindamiðlun hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Það hefur enginn starfað við slíkt áður hjá Raunvísindastofnun svo ég fæ mjög frjálsar hendur. Einn angi af þessu starfi er að skrifa greinar fyrir Stjörnufræðivefinn um ýmislegt sem tengist stjarnvísindum en snertir líka eðlisfræði og jarðfræði. Varla er hægt að hugsa sér betra sumarstarf í mínum huga.

Síðustu tvær vikur hef ég unnið að því að skrifa um grundvallaratriði í stjörnufræði og eðlisfræði sem er ljósið:

Ég veit að vefurinn er mjög mikið notaður af skólum um land allt. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á að allar skýringarmyndir séu á íslensku og að í greinunum sé ekki aðeins útskýrt hvað við vitum heldur líka hvernig þekkingarinnar hefur verið aflað. Textinn er reglulega endurskoðaður til að koma í veg fyrir innsláttar- og staðreyndarvillur. Vonandi hefur það tekist að mestu leyti.

Öllum er frjálst að nota upplýsingarnar og myndirnar á vefnum að vild, svo framarlega að þess sé gætt að heimilda sé getið. 

Í vetur hlaut Stjörnufræðivefurinn veglegan styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að útbúa námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla um stjörnufræði. Þess vegna er margt spennandi framundan á vefnum og ýmislegt sem aldrei hefur áður verið gert á íslenskum fræðsluvefjum. Vonandi vinnst tími til að hrinda því í framkvæmd í sumar. En nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju með starfið Sævar Helgi. 

Fyrir aðeins 40 árum starfaði ég tvisvar sem sumarmaður á Háloftadeildinni á Raunvísindastofnun...  Það var svo sannarlega góður tími.

Ágúst H Bjarnason, 8.6.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir það Ágúst. Ég trúi því að þetta hafi verið góður tími fyrir 40 árum. Það er fátt jafn skemmtilegt og gefandi að vinna innan um vísindamenn sem eru í fararbroddi á ýmsum sviðum. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.6.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband