Grindavík og Mývatn eru ekki bara á Íslandi!

Vissir þú að í sólkerfinu okkar bera fimm gígar og eitt stöðuvatn íslensk nöfn?

Á innstu reikistjörnunni, Merkúríusi, eru tveir gígar sem nefndir eru eftir Íslendingum. Þetta eru gígarnir Snorri og Sveinsdóttir. Gígurinn Snorri er vitaskuld nefndur eftir sagnaritaranum Snorra Sturlusyni en Sveinsdóttir er nefndur eftir lisakonunni Júlíönu Sveinsdóttur. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum.

Á rauðu reikistjörnunni Mars eru þrír gígar nefndir eftir íslenskum bæjarfélögum, þ.e. Vík, Reykholt og Grindavík. Á Mars er ennfremur gígur sem nefndur er Ejriksson eftir Leifi heppna Eiríkssyni. Í gagnagrunni nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga er Leifur þó ekki Íslendingur heldur norrænn landkönnuður. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum.

En hvar í sólkerfinu eru stöðuvötn annars staðar en á jörðinni? Við vitum ekki um nein stöðuvötn annars staðar en á jörðinni sem eru úr fljótandi vatni (H20) þar sem aðstæður í sólkerfinu leyfa það ekki. En á Títan, tungli Satúrnusar, er um það bil 180°C frost og við það hitastig er metan fljótandi. Í þykkum lofthjúpi Títans eru metandropar sem rignir niður á yfirborðið og safnast fyrir í dældum og lægðum, sér í lagi við pólsvæðin. Á norðurpól Títans er fjöldi stöðuvatna. Eitt þeirra heitir Mývatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband