Nýir geimfarar hjá ESA og möguleikar Íslendinga.

Nýjasta fréttin á Stjörnufræðivefnum fjallar um val Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) á sex geimförum sem munu m.a. heimsækja Alþjóðlegu geimstöðina á næstu árum, auk annarra spennandi verkefna. Aðeins er fjallað um samstarfið í kringum geimstöðina en umfjöllun um hana og mannaðar geimferðir er á verkefnalistanum fyrir sumarið.

Okkur hjá Stjörnufræðivefnum finnst mjög gaman að sjá að í hópnum hjá ESA er einn jarðeðlisfræðingur (en allir hinir tengjast fluggeiranum). Jafnframt er það áhugavert fyrir okkur Íslendinga að einn af þeim sem varð fyrir valinu er frá Bretlandi. Bretar leggja ekkert fé til mannaðra geimferða heldur einbeita sér að ómönnuðum leiðöngrum. Í svörum til fréttamanna sögðust forsvarsmenn geimferðastofnunarinnar aðeins hafa reynt að velja sex hæfustu einstaklingana úr hópi 8.431 umsækjanda! Þar væri ekki spurt um þjóðerni. Þessi stefna veit á gott fyrir okkur Íslendinga sem tökum ekki þátt í ESA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband