Halldór Björnsson í Vísindaþættinum í dag

Fyrir tveimur vikum átti Halldór Björnsson loftslagsfræðingur að vera í Vísindaþættinum. Fyrir örlítinn misskilning mætti hann ekki í viðtalið og varð því ekkert úr því. Við munum bæta úr því og fjalla um loftslagsmálin í dag milli 17 og 18 á Útvarpi Sögu.

---

Leiðangri LRO og LCROSS var frestað um einn dag vegna bilunar sem kom upp í geimferjunni, eins skrítið og það hljómar. Þannig er að geimferjan átti að fara á loft á laugardaginn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en bilun kom upp í appelsínugula eldsneytistanknum (vetni í honum lak út) sem varð til þess að förinni var frestað. Geimferjan á nú að fara á loft á morgun ef allt gengur eftir og þess vegna víkur geimskot LRO og LCROSS. Geimskotið verður því að öllum líkindum á fimmtudaginn kl. 21:12 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um leiðangurinn á Stjörnufræðivefnum.

---

Að minnsta kosti ein mynd náðist af árekstri japanska geimfarsins Kaguya við tunglið þann 10. júní síðastliðinn. Stjörnufræðingar við Anglo-Ástralska sjónaukann (sem er 3,9 metrar í þvermál) í Siding Spring í Ástralíu tóku þessar myndir:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ég missti af þættinum aftur, verður hann ekki endurfluttur á stjornuskodun.is?

Loftslag.is, 16.6.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jú, þátturinn verður kominn á vefinn um hádegisbilið á morgun. Mér fannst þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt. Vona að hlustendum hafi þótt það líka.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.6.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband