17.6.2009 | 14:00
Nóg að gera á Canaveralhöfða
Það er nóg um að vera á Canaveralhöfða í Flórída þessa dagana. Eftir að lekinn úr eldsneytistanki geimferjunnar uppgötvaðist á laugardaginn síðasta varð NASA að fresta öðru geimskoti fram um einn dag.
Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júní, verður tveimur nýjum tunglkönnunarförum, Lunar Reconnaissance Orbiter og LCROSS, skotið á loft, ef allt gengur eftir, klukkan 21:12 að íslenskum tíma. Þú getur lesið meira um þennan spennandi leiðangur á Stjörnufræðivefnum.
Geimskoti aftur frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju á áreksturinn að vera 8. október? Er einhver ástæða fyrir því að við þurfum að bíða í tæpa 4 mánuði eftir honum? Tekur það svona langan tíma fyrir NASA að stilla miðið?
Lúlli (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 14:17
LCROSS losnar frá LRO tveimur klukkustundum eftir geimskot. Förinni er ekki heitið beint til tunglsins heldur verður geimfarinu komið fyrir á 100 daga langri pólbraut umhverfis jörðina og tunglið. Þetta er gert svo LRO hafi tíma til þess að koma sér fyrir á braut um tunglið og rannsaka heppilega gíga fyrir áreksturinn. Áður en skeytið (þ.e. efsta stig eldflaugarinnar) rekst á tunglið verður það að hafa losað sig við allt eldsneyti um borð. Eldsneytistankurinn verður því opnaður og eldsneytinu leyft að streyma út í geiminn í um 14 vikur fyrir áreksturinn. Þetta er gert til þess að vetnið og súrefnið í eldsneytinu gefi ekki falska niðurstöðu.
Þú getur séð ítarlegri lýsingu hér.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.6.2009 kl. 15:49
Takk fyrir flott svar.
Bendi á athyglisverða þætti á BBC2 og BBC4 á sunnudagskvöldið um Apollo 11 og tunglið. Minni á að við erum einum tíma á eftir breskum tíma svo fjörið byrjar kl. 20 að íslenskum tíma.
BBC2 :
BBC4 :
Apollo 11: A Night to Remember
Lúlli (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.