18.6.2009 | 00:25
Hvar eru allir sólblettirnir? Ráđgátan leyst?
Undanfarin misseri hafa einstaklega fáir sólblettir veriđ á sólinni. Virkni sólar hefur ţess vegna veriđ óskaplega lítil. Áhugavert er ađ fylgjast međ hvers vegna ţví virkni sólar hefur áhrif á okkur hér á jörđinni. Ţegar virknin er sem mest verđa oft miklar sprengingar á sólinni, sólblossar og kórónuskvettur, sem mynda norđurljósin hér á jörđinni, en geta einnig eyđilagt gervitungl og valdiđ rafmagnsleysi međ tilheyrandi kostnađi.
Ţess vegna er mjög mikilvćgt ađ vita hvers vegna sólin er svona einstaklega róleg.
Ţessa dagana stendur yfir í Boulder í Colorado ráđstefna stjörnufrćđinga sem sérhćfa sig í rannsóknum á sólinni. Í gćr héldu stjörnufrćđingar blađamannafund ţar sem ţeir skýrđu frá stórmerkum niđurstöđum sem varpa ljósi á horfnu sólblettina, hvers vegna seinkun hefur veriđ á nýrri sólblettasveiflu og hvers vegna sólblettirnir nýrrar sveiflu myndast fyrst á háum breiddargráđum á sólinni.
Niđurstöđur rannsóknanna gćtu orđiđ til ţess ađ viđ gćtum spáđ nákvćmlega fyrir um geimveđriđ.
Meira um ţađ í frétt á Stjörnufrćđivefnum.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.