22.6.2009 | 13:09
Síðustu andartök Kaguya
Við sögðum frá því þegar japanska tunglkönnunarfarinu Kaguya var viljandi brotlent á tunglinu þann 11. júní síðastliðinn. JAXA, Geimferðastofnun Japans, sendi nýverið frá sér háskerpumyndir sem sýna síðustu andartökin í lífi Kaguya, skömmu áður en geimfarið brotlenti í Gill gígnum á suðurhveli tunglsins.
Þetta eru glæsilegar myndir!
Ég veit einungis um eina myndaröð af árekstrinum sjálfum. Það voru stjörnufræðingar í ástralskri stjörnustöð sem náðu þessum myndum:
Gaman er að hugsa til þess að við munum fá enn glæsilegri ljósmyndir af yfirborði þessa næsta nágranna okkar í geimnum innan fáeinna vikna, eða þegar Lunar Reconnaissance Orbiter byrjar að senda gögn til jarðar. Í október verður svo annar árekstur geimfars, LCROSS, við tunglið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.