Síðustu andartök Kaguya

Við sögðum frá því þegar japanska tunglkönnunarfarinu Kaguya var viljandi brotlent á tunglinu þann 11. júní síðastliðinn. JAXA, Geimferðastofnun Japans, sendi nýverið frá sér háskerpumyndir sem sýna síðustu andartökin í lífi Kaguya, skömmu áður en geimfarið brotlenti í Gill gígnum á suðurhveli tunglsins.

kaguya-image-before-impact.jpg

kaguya-2nd-to-last.jpg

Þetta eru glæsilegar myndir!

Ég veit einungis um eina myndaröð af árekstrinum sjálfum. Það voru stjörnufræðingar í ástralskri stjörnustöð sem náðu þessum myndum:

kaguya-impact-580x158.jpg

Gaman er að hugsa til þess að við munum fá enn glæsilegri ljósmyndir af yfirborði þessa næsta nágranna okkar í geimnum innan fáeinna vikna, eða þegar Lunar Reconnaissance Orbiter byrjar að senda gögn til jarðar. Í október verður svo annar árekstur geimfars, LCROSS, við tunglið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband