29.6.2009 | 09:11
Vatn, ís og uppruni lífs í alheiminum - fræðslukvöld í kvöld
Í kvöld fer fram fræðslukvöld í stjörnulíffræði í sal 1 í Háskólabíói kl. 18:30. Fluttir verða þrír stuttir fyrirlestrar og að loknu stuttu hléi fer fram sýning á stuttri fræðslumynd um rannsóknir á lífi á ís, á Suðurheimskautinu og Mars. Nánar á Stjörnufræðivefnum eða 2009.is.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á þessa fróðlegu fyrirlestra. Ég held að enginn verði svikinn af því að fræðast örlítið um niðurstöður Phoenix leiðangursins til Mars, ístungl gasrisanna í ytra sólkerfinu og halastjörnur. Fyrirlesararnir eru allt vísindamenn í fremstu röð í heiminum á sínu sviði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.