15.7.2009 | 22:19
Einn merkasti atburður mannkynssögunnar
Milljónir manna fylgdust með því í beinni sjónvarpsútsendingu þegar Apollo 11 var skotið út í geiminn miðvikudaginn 16. júlí árið 1969, klukkan 13:32 að íslenskum tíma. Efst á Saturn V eldflauginni sátu þrír geimfarar um borð í Apollo 11. Fjórum dögum síðar, þann 20. júlí 1969, urðu þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstu mennirnir til að ganga á yfirborði annars hnattar. Í ár eru fjörutíu ár liðin frá einum merkasta atburði mannkynssögunnar; fjörutíu ár frá fyrstu fótsporunum á tunglinu.
Á Stjörnufræðivefnum er mjög ítarleg grein um leiðangurinn þar sem farið er yfir forsöguna, ferðalagið til tunglsins, tunglgöngurnar og heimkomuna.
Minnast fyrstu skrefanna á tunglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Er líf í alheimi?
Ég heldað menn ættu að leita sér nær.
Mæli eindregið með því að þið skoðið tenglana á bloggsíðunni minni.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:34
Ég man vel hvar ég var staddur 20 júlí 1969. Þá var ég á þeim stað á Íslandi sem líkist einna helst gíg á tunglinu, þ.e. Eldborg á Mýrum
Næstu lendingu fylgdist ég með í beinni útsendingu í litasjónvarpi þegar ég var við nám í Svíþjóð.
Ágúst H Bjarnason, 16.7.2009 kl. 06:59
Ég hef einmitt mjög gaman af því að heyra um hvar fólk var þegar tungllendingin átti sér stað. Þetta er einmitt þannig atburður að fólk man nákvæmlega eftir honum.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 16.7.2009 kl. 08:59
Allra merkasti atburður mannkynssögunnar, segi ég. Að þrír menn hafi stigið á tunglið og komið heilir á húfi sannaði að við gætum lifað í geimnum, þ.e. annars staðar en á jörðinni, sem gerir okkur að merkilegustu lífveru í sögu jarðar. Sú saga gefur í skyn að við gætum jafnvel lifað af dauða plánetunnar, að því gefnu að við náum að halda henni í gangi í nokkurhundruð ár í viðbót.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.