Myndirnar að finna hér

lro_lendingarstadur_apollo_14

Skrítið að Mbl.is birti ekki ljósmyndirnar sjálfar. Þær er að finna hér. Ég birti annars eftirfarandi færslu fyrr í dag, þegar fréttin á Mbl.is var ekki komin inn:

Vísindamenn hafa birt ljósmyndir Lunar Reconnaissance Orbiter af lendingarstöðum fimm Apollo leiðangra. Myndirnar eru birtar í tilefni af fjörutíu ára afmæli fyrstu tungllendingarinnar. Á myndunum sjást neðri stig tunglferjanna varpa löngum skugga á yfirborði tunglsins. Besta ljósmyndin er af lendingarstað Apollo 14.

Meira á Stjörnufræðivefnum að sjálfsögðu!

Þessar myndir munu annars ekki sannfæra samsærissinna um eitt né neitt.  Tungllendingarsamsærisbullið er heimskulegasta samsæriskenning sem til er. Að segja að menn hafi ekki lent á tunglinu, er eins og að segja að Lakagígar séu ekki til, jafnvel þótt til séu myndir af þeim, hraunið sé augljóst og svo framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband