Hann hefur þá væntanlega ekki fundið nein sönnunargögn

Aumingja maðurinn, geimverutrúin er líklega búin að eyðileggja líf hans. Hann hefur væntanlega ekki fundið nein sönnunargögn í tölvum NASA eða sjóhersins, enda engin slík sönnunargögn til. Engu er haldið leyndu. Af hverju ættu stjórnvöld annars að halda slíkum sönnunum leyndum? Mér kemur engin ástæða til hugar. Þetta yrði ein mesta uppgötvun mannkynsins. Fólk myndi ekki ganga af göflunum ef slík sönnunargögn kæmu fram því kannanir sýna að mikill meirihluti fólks trúir því að við séum ekki ein í þessum heimi. 

Engum sönnunargögnum um tilvist geimvera er leynt, enda eru slíkar sannanir því miður ekki til. Kannski koma þær fram í framtíðinni, þá fáum við öll að vita það!


mbl.is Braust inn í tölvur NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nema að hann hafi fundið eitthvað og þess vegna á að framselja hann? :P

Spekingur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:43

2 identicon

Mig minnir að ég las grein um þennan mann, ef það greinin um hann, þá "hakkaði" hann tölvurnar með því að skanna ip netið hjá nasa og nokkrum herstofnunum, og fann hann þar tölvur sem voru ekki varðar með lykilorðum.

Mér finnst alveg virkilega sorglegt að hann á yfir höfði sér næstum 100 ára dóm, sem Bandaríkjamenn munu líklegast reyna að fá. Hann er sekur um að vera forvitinn, hann eyðilagði ekki neitt né olli neinum usla.

Ég óska honum góðs. 

Unnar (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:42

3 identicon

Ertu ekki að grínast, engu haldið leyndu?

Ég veit ekki betur heldur enn að íslensk stjórnvöld hafa haldið því leyndu fyrir íslenskum almenningi að drekasvæðið væri möguleg olíulind í 20 ár?

Eða hugarstjórnunartilraunir Í Bandaríkjunum var haldið leyndu fyrir almenningi "Mkultra" þangað til það komst upp um þá, þá bað Clinton afsökunar.

Já þeir tóku fólk gegn þeirra vilja og gerðu skelfilegar tilraunir á þeim til að reyna að stjórna huga þeirra. Og margir lifðu ekki af.

Ég held að fólk þurfi að opna augun fyrir þessu stjórnvaldi sem hefur ekki þína hagsmuni að gæta, heldu að finna leiðir til að stjórna almúganum. Betra að stjórna þeim sem ekkert vita heldu þeim sem vita hvað er í gangi. já raunveruleikinn er allt öðruvísi enn við fáum að halda.

Þú ættir að kynna þér það sem stendur í einu af því sem fyrst var ritað í mannkynssögunni, sem var ritað í Sumeria sem var í Mesopotamian. Þar tala þeir um manneskjulegar verur af öðrum heimi sem stjórnuðu fyrstu samfélögum mannverunnar. Þessar verur voru oft kallaðar Guðir. Og sumir þessara Guða voru sagðir ferðast í gegnum skýin og gegnum himinin í Fljúgandi hnöttum eða diskum. Enn þetta fólk hlýtur að hafa vera að skálda er það ekki?

Þessar upplýsingar eru einhverhlutavegna ekki fyrir alla til að lesa. haldið leyndu fyrir allmeningi. ásamt svo mörgu öðru. Það eru til fullt af myndböndum og frásögnum fólks og ekki allt fólk sem er að skálda eins og við erum látin halda, sem eru með mjög svipaðar frásagnir af þessum hlutum.

Enn að afneita hlutum sem þessum útaf því að sumir vilja athygli án þess að hafa neitt til málana að leggja, þá eru samt til fólk sem er að seigja sannleikann.

Ef það eru svartir sauðir í hjörðinni þá er ekki öll hjörðin svört er það?

Hérna eru tvær bækur sem er áhugavert að lesa um þessi mál. enn erfitt að finna þær.

The Gods of Eden - William Bramley

Alien Identities- Richard L. Thompson

Myndbönd: Youtube- Phil Shneider, stewart swerdlow, Loose Change

Gunnar (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband