11.8.2009 | 13:35
Veröldin að nóttu til: Sverðbjarmi í Atacamaeyðimörkinni
Atacamaeyðimörkin í Chile er einn allra þurrasti staður jarðar. Þar er heiðskírt í næstum 350 daga á ári og er staðurinn því kjörinn til að skoða stjörnuhiminninn, sem er sérstaklega glæsilegur frá suðurhveli jarðar. Þetta fallega myndskeið útbjó stjörnuljósmyndari Stéphane Guisard nótt eina undir stjörnunum í Atacamaeyðimörkinni. Myndskeiðið sýnir Vetrarbrautina rísa upp fyrir Miscantivatn (4350 metra yfir sjávarmáli) og Miñiquesfjall (5910 metra yfir sjávarmáli). Umhverfið er upplýst vegna tunglskins. Skömmu fyrir sólarupprás sést silfurleitur bjarmi á himninum, svonefndur Sverðbjarmi, sem er daufur bjarmi við Dýrahringinn nálægt sólu. Sverðbjarminn verður til þegar sólin lýsir upp ís og ryk sem halastjörnur hafa skilið eftir sig í hunduð milljónir ára á leið um innra sólkerfið. Stéphane Guisard er einn af þeim sem standa að The World at Night ljósmyndaverkefni stjörnufræðiársins.
- Veröldin að nóttu til: Alheimur á hreyfingu (ég veit ekki með ykkur en mér þykja þetta ótrúlega fallegar myndir)
----
Úff, hvað við höfum ekki skrifað neitt hér í langan tíma. Það á sér góðar skýringar. Síðustu daga hefur verið einstaklega mikið að gera. Tvö stór verkefni stjörnufræðiársins eru í höfn sem fólk mun heyra af innan tíðar.
----
Einhverjir hafa verið að velta fyrir sér hvers vegna Vísindaþátturinn hefur ekki verið á dagskrá að undanförnu. Ástæðan er einfaldlega sú að það var erfitt að fá viðmælendur yfir hásumarið þegar fólk var í sumarfríi. Við ákváðum því að taka okkur stutt sumarfrí í leiðinni en mætum hressir aftur fyrir framan hljóðnemann í lok ágúst eða upphafi september.
----
Eftir að hafa sett saman grein um Apollo 11 á Stjörnufræðivefinn fékk ég æði fyrir tunglferðunum. Ég setti því saman grein um Apollo geimáætlunina og margt fleira tengt tunglferðunum á Stjörnufræðivefinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er stórkostlegt.
Ég rakst á frétt um loftsteinaregn, mun það sjást hér á landi?
Loftslag.is, 11.8.2009 kl. 21:34
Já, ef þú horfir í norðausturátt skömmu eftir miðnætti (tunglið er í austri við miðnætti) ættir þú að sjá stjörnumerkið Perseus. Skammt undir merkinu er Sjöstirnið, en ég veit ekki hvort það er nógu dimmt til að það sjáist. Á svæðinu í kringum þetta merki ætti loftsteinaregnið að sjást best. Vonandi sést til stjarna í kvöld.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.8.2009 kl. 21:58
Ég hef augun opin
Loftslag.is, 11.8.2009 kl. 22:01
Þetta er gríðarlega svalt
Páll Jónsson, 13.8.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.